Við erum hress á Vallargötunni...

Héðan er allt gott að frétta og magn færslna hér á síðunni alls ekki í samræmi við fjölda viðfangsefna fjölskyldunnar. En meðal annars höfum við skellt okkur á Hellu í febrúar, farið í matarboð, haldið matarboð, fengið næturgesti og verið næturgestir, farið í þriggja mánaða ungbarnaeftirlit, verið úti, verið inni, legið í leti og tekið á því. En til þess að segja ykkur nú frá einhverju og sýna ykkur eitthvað af myndum þá fylgja hér á eftir handahófskenndar fréttir frá liðnum dögum.

Gunnlaugur Yngvi, sem nærist nú sem aldrei fyrr, var orðinn 7620 gr. og 64,5 cm að lengd rétt rúmlega þriggja mánaða. Hann fór í afmælisveislu til Obbu, frænku sem nú er orðin aðeins eldri og fékk þar að fara í sína fyrstu ævintýraferð í bílskúrinn hjá Davíð.

jeep

Hér er hann í ný upptjúnuðum JEEP Wrangler Rubicon af flottustu gerð.

hjol

Hér er Gunnlaugur Yngvi á krossaranum, hann hafði reyndar mestan áhuga á speglunum. Við vonum að mömmur hans, frændur hans og félagar eigi eftir að kynna hann fyrir fleiri kostum vélknúinna ökutækja. En ef til vill myndu sumar konur telja speglana eitt af því mikilvægasta sem fyrirfinnst í og á ökutækjum :)

Flóki frændi, mamma hans og pabbi eyddu með okkur liðinni helgi. Að sjálfsögðu var forskot tekið á bollusæluna og var Flóki þetta litla ánægður með bollurnar...... og þá sérstaklega rjómann sem honum fannst mikilvægt að fá nokkrum sinnum á hverja bollu, nema hvað?

floki_bolludagur

Flóki mjög ánægður og Ronja bíður álengdar og vonar að sem minnst af bollunni fari upp í barnið.

En annars er Flóki orðinn svo stór að hann getur bæði sagt Gunnlaugur Yngvi og haldið á honum líka.

gye_floki

Sætir frændur á rauðum náttfötum.

En ekki stóðust mæðurnar mátið og settu saklausan drenginn í bjöllubúning í tilefni öskudagsins. En í sannleika sagt fannst honum það ekkert svo slæmt sjálfum.

bjalla 

Litla sæta bjallan okkar.

En annars eyddu Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi og Guðrún, mamma þeirra deginum að mestu í að taka á móti stórum og smáum sönghópum í nammileit. Að sjálfsögðu báðu þau um "Bjarnastaða" ef boðið var upp á óskalög en Davíð Sig. mælti sérstaklega með því lagi eftir áralanga reynslu af rekstri gleraugnaverslana á öskudögum undanfarinna ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Sif

Þú ert orðinn svo stór og flottur og takk fyrir afmæliskveðjuna :)

Biðjum kærlega að heilsa

María Sif, Sæmi og Sæþór Ingi

María Sif, 26.2.2009 kl. 09:57

2 identicon

Guvún hænka, Ella hænka, wofff og Gúvai Yggi. Takk fyrir mig. Hvenær má ég koma næst í heimsókn?

Stubbaknús og Barbapapa-kossar

Hóki hændi

Flóki frændi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 18:34

3 identicon

Þú ert nú meira krúttið Gunnlaugur Yngvi og auðvitað er nú stóra systir flott líka.

Knús frá okkur í Köben...

Auður Erla (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband