Ég, Ronja Rán fór til Perlu og horfði á leikinn.

liverpool

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaman að segja frá ánægjulegri heimsókn litlu fjölskyldunnar til Perlu og fjölskyldu á Miðtúnið sl. laugardag. Þá kepptu Liverpool og Man.utd sín á milli í fótbolta. Eins og allir vita þá tóku leikmenn Liverpool félaga sína í kennslustund og eins gott að viðmiðunin; eitt mark = einn bjór var ekki viðhöfð meðal Liverpool-aðdáenda. Það hefði þá bara næstum farið kippa þarna rétt uppúr hádegi á laugardag. En Ronja Rán og Elín skemmtu sér konunglega og spurning hvort Gunnlaugur Yngvi hafi ekki verið að senda stuðningsmönnum Man.utd. skýr skilaboð þegar hann gubbaði yfir fínu samfelluna sína strax í upphafi leiksins... æ, æ, æ.En að öðrum og alvarlegri hlutum. Önnur tönn er nú komin í ljós í neðri góm og teljast því tvær tennur í prinsinum á bænum. Hann er mjög ánægður með þetta og nú er öllu tiltæku s.s. leikföngum, snuðum, reimum, puttum og taubleium stungið upp í munn (eða svona allavega sett á munnsvæðið, það er ekki alltaf sem hendurnar rata  alveg nákvæmlega upp í munninn sjálfan).

En okkur láðist að nefna í síðasta bloggi að það var engin önnur en hin eina sanna Erla Jóna sem fann fyrstu tönnina. Við biðjumst hér með opinberlega velvirðingar á að hafa ekki nefnt það. En algjör tilviljun réð því að við, mömmurnar þurfum ekki að standa við þær skuldbindingar sem venja er að "tannfinnari" þurfi að standa við.

Annars góð helgi að baki, eyddum föstudagskvöldi með Guðný, ömmu og afa Helga, laugardegi á Miðtúni, heima og úti að borða með Miðtúnsgenginu og á sunnudegi hittum við móðurnar; Sibbu, Obbu og Gullu ásamt hluta af þeirra fylgifiskum þ.e. Magnús Yngva, Davíð, Nilla og Flóka. Sáum aðeins í nefið á ömmu Gullu og afa Yngva líka. 

Over and out í bili, kveðja fjölskyldan Vallargötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með tönn númer tvö!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:12

2 identicon

æji gott að Elín geti haft gaman að þessu

Miðtún (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband