Fréttir af nýjum Íslendingi

Við þökkum kærlega fyrir frábærar gjafir, góðar kveðjur og árnaðar óskir í tilefni þess að ungur maður hefur fæðst í þennan heim. Góðir vinir og fjölskyldur okkar hafa verið í sambandi og fjölmargir rekið inn nefið. Nokkrir þeirra sem hafa kíkt í heimsókn hafa verið svo heppnir að lenda inni á mynd hjá Elínu. Hér eru nokkrar þeirra mynda í stafrófsröð Tounge.

med_ommuMeð Ömmu Gullu.

 

Með Gullu móðu, sem sennilega situr núna og prjónar á mig ullarnærboli eða sennilega situr hún og lærir fyrir próf. Það er líka mikið betra, vona að hún hafi aldrei tíma í nærbolaprjónaskap.

med_gullu_sinni

 

 

 

 

 

Hér er ég með Ömmu og afa á Norðurtúni. Þau eru þvílíkt ánægð með mig og eru rosalega rík og eiga nú orðið sjö stykki af barnabörnum (átta með Ronju).

med_ommu_gudny

 

Davíð og Obba eru búin að kíkja í heimsókn, bæði á spítalann og heim. Þau komu að sjálfsögðu með góðar gjafir eins og aðrir en að öllum öðrum ólöstuðum þá er hjartateppið eitt það besta sem ég hef fengið, "takk, Obba frænka mín".

 med_david_obbu

 

 

 

 

hja_sibbu

 

 

 

Sibba móða er hér að hald á mér. Ég get alveg treyst því að hún fer ekkert að flækja sig í ullarbolaprjónaskap, þvílíkur léttir.

 

 

 

med_erlu

 

 Hér er ég með Erlu Jónu, hún er rosalega góð við mig, en líka smá geggjuð. Hún fór t.d. sérstaka ferð til U.S.A. bara til að kaupa alls konar fyrir mig:)

 

 

 

med_afa_helga

 

 

Hér er ég með afa. það er ekki leiðinlegt að sitja með honum í ruggustólnum hennar mömmu.

 

hja_magnusi_yngva

 

 

 

  

Magnús Yngvi er búin að vera duglegur að heimsækja okkur og hjálpa mömmunum mínum. Það er honum að þakka að nú á ég bara eftir að setja úti-jólaseríurnar í samband.

 m_dagbjarti

 

Dagbjartur Heiðar og Sandra Dís, frændsystkin mín af Suðurgötunni komu aðeins við og kíktu á mig. Fleiri úr Suðurgötugenginu fara svo vonandi að láta sjá sig þegar ég er orðin aðeins stærri.

 

med_sondru_dis

 

 

 

 

 

 

Bergný, vinkona okkar kom líka í heimsókn. Mér fannst það bara fara henni mjög vel að halda á mér.  

med_bergny

 

 

 

Ágúst Þór er líka búin að koma nokkrum sinnum. Hann setti mig í bað og svo fékk ég að fara í ný föt sem hann gaf mér. Ég held að við séum bara svolítið líkir. Við erum alla vega frændur.

agust_ronja

 

 

 

Gunnar Borgþór kom líka við og fékk aðeins að prófa að halda á mér. Hann er reyndar alveg ákveðinn í að bíða með að eignast leikfélaga handa mér.

gunnar_agust

 

 

 

 

 

med_fanney

 

 

 

Fanney Dóróte fer svo vel að vera með mig. Hún gæti kannski búið til leikfélaga handa mér?

med_gullu_f

 

 

 

Loksins einhver sem gerir gagn.... Gulla Finns. klikkar ekki og hún er sko með leikfélaga handa mér í bumbunni. Það var voðalega notalegt hjá henni, sýndi henni bara aðeins hvað ég get haft hátt.

 

med_steinari

 

Steinar kom og við lékum okkur aðeins í bíló saman.

 

med_malla

 

 

 

 

Magnús Yngvi er bara orðinn nokkuð vanur með mig. Amma Gulla er svo stolt af okkur, litla og stóra, barnabörnunum sínum.

med_karen_s

 

 

Karen S. stakk nefinu inn og fékk aðeins að knúsa mig.

 

reyna_ad_kuka

 

 

 

Hér er Vallý, ljósmóðir að kenna mömmunum mínum hvað hægt er að gera ef okkur gengur illa að kúka.

 

ronja_dekur

 

 

 

 

Við skulum hafa eitt á hreinu ég þarf mitt dekur þó svo að ég sé orðin stóra systir. Bið að heilsa í bili, góðar stundir, Ronja Rán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Huld

ohhh en gaman að fá svona myndasyrpu!!!!!

vantar bara mynd með Eydísi móðu;)

góða helgi Brúskur minn og Ronja stóra systir;)

Eydís Huld, 28.11.2008 kl. 15:47

2 identicon

Guð hvað ég hlakka til að hitta ykkur.. Get ekki  beðið eftir því að fá að knúsa litla frænda minn... Vonandi hitti ég á ykkur um jólin..... Kveðja Anna frænka

Anna Frænka Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:07

3 identicon

sælar systur. gaman að sjá allar þessar myndir. hlakka ýkt til að hitta á ykkur næst þegar maður rúllar í bæinn.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:59

4 identicon

Fínar myndir.

Kveðja frá Köben.

Auður Erla (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband