Kertin standa á grænum greinum......

Alltaf líf og fjör á Vallargötu og nærsveitum. Laugardaginn 29. nóv. kom Flóki frændi loksins í heimsókn, amma Gulla og Yngvi komu líka og Gulla Sig. (bestemor) og Sigurjón frá Selfossi.

Amma Gulla, afi og Gulla Sig. prófuðu öll að halda á mér og auðvitað vilja allir að Elín taki mynd. BROSA. 

m_ommu_gullu

Með ömmu Gullu.

 yngvi_afi 

Með afa Yngva.

med_gullu_sig

Með Gullu Sig.

Svo birtist Flóki og ég var svo ánægður en líka hissa.syngjandi

floki_kyssir

Flóki smellti á mig kossi, gaf mér pakka, opnaði hann fyrir mig og fékk sér pönnuköku en svo þurfti hann að skreppa aðeins út. Því þennan laugardag var líka kveikt á jólaljósunum utan á húsinu okkar og á jólatré bæjarins. Guðrún, Flóki og foreldrar hans fóru að fylgjast með því en það var enn merkilegra en oft áður því það var engin annar en Helgi Þorsteinn frændi okkar sem fékk þann heiður að ýta á takkann. Guðrún tók nokkrar myndir í brunagaddi og gleði.

floki_jolasveinn_mamma

Flóki hitti jólasveininn og var svona líka hrifinn af karlinum, ho-ho, hó.

med_nammi

Flóki fékk nammi " vá ! ". Mamma hefði nú geta fengið einn poka fyrir okkur og komið með hann heim..... en það hefði svo sem ekki verið til neins. Flóki fékk bara rúsínur og Cheerios í pokann sinn þegar hann kom heim.

systur

 

Svo var komið að því að tendra ljósin á trénu. Systurnar Tinna Eydís og Þórdís Thelma, biðu í ofvæni.

 

 

 

 

helgi_a_takkanum

Svo var komið að því. Helgi Þorsteinn kveikti á jólaljósunum.

 

 

hja_tre

 

 

 

 

Rosalega stoltur og duglegur strákur.

 

 

Segjum þetta gott í bil en Ronja spyr: "Hver getur sett tunguna upp á nef?"

ronja_m_tungu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Huld

ohhhh heimþrá akkúrat núna!!!!! 

en af hverju var Helgi Þorsteinn að kveikja á jólatrénu?

Eydís Huld, 30.11.2008 kl. 21:19

2 identicon

Til hamingju sætu mæður með litla kútinn ykkar:) vá hvað ég hef mikið að skoða núna lesa alla fréttirnar og kíkja aðeins á sæta sæta....jiiiii hvað maður er nú mikið beauty:)

Bestu kveðjur til ykkar úr Firðinum

Sigga og Liam Daði (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: ronja06

Hæ Eydís frænka,

Helgi var að kveikja á trénu vegna þess að hann er það barn í sex ára bekk sem á afmæli næst 3ja des sem er dagur Sandgerðisbæjar  Það þarf ekki að taka það fram að þarna var MJÖG svo stoltur lítill maður á ferðinni........ Kossar og knús úr Sandy.....

ronja06, 30.11.2008 kl. 22:59

4 identicon

Hæ hæ, þetta gengur nú ekki nú vantar bara myndir af prinsessunni og prinsinum með jæjakellunum!!! En það fer nú að líða að stóra knúsinu!!! Sjáumst vonandi fljótlega.

Sigga (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:23

5 identicon

Ég get sett tunguna upp að nefinu....

En allaveganna, flottar myndir og mikið ofboðslega hlakkar okkur til að knúsa ykkur og þó sérstaklega litla krúttið, sorrý auðvitað þig líka Ronja. Og eins og Ari Rafn sagði áðan, kyssa Ellukrútt. Og ég vil nú bara ekki trúa því að ég verði fyrsta Jæja konan sem komi í heimsókn.....

Knús og kossar frá Köben.

Auður Erla (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:14

6 identicon

Voðalega er prinsinn orðinn mannalegur, ekkert smá flottur. Langar ægilega að kíkja á ykkur sem fyrst. En Herjólfur er hálfbilaður sem er ekki gott fyrir sjóveikt fólk og ekkert flug lengur á Bakka. Aldrei fundið eins mikið fyrir því að búa á eyju, en varahlutirnir í dallinn koma eftir 6 mánuði, við bíðum spennt.

Kv. Sæ

Sæfinna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:16

7 identicon

Við sjóhundarnir á Ásaveginum látum ekki svona smáatriði eins og bilaða Herjólfa á okkur fá og stefnum á fastalandið nú í des. Þá kíkjum við á ykkur en aðallega prinsinn samt. Ég lofaði Gunna skinkuhornum, var það í lagi?

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:33

8 identicon

vildi bara sehja hae her er allt gott ad fretta en vodalega hlakkar mig til ad koma heim knuss a alla

erlajona (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband